Þriðja tölublað Sportveiðiblaðsins er að renna út úr prentsmiðjunni. Í þessu tölublaði er frábært viðtal við Nils Folmer Jörgensen, þar sem hann ræðir um veiðina, starfið og ljósið og skuggana í lífi veiðimanns. Einnig er frábært viðtal við blómabarnið Denna, en hann þekkja veiðimenn sem stunda stóru árnar á Norð-Austurlandi en Denni er staðargæd m.a. í Selá. Við birtum ýmislegt tengdu skotveiði og förum í hreindýraleit og fræðumst um gæsaveiðar og uppbyggingu á ökrum. Fjölmargir koma með greina og pistla í blaðið og farið er um víðan völl líkt og áður. Við hvetjum veiðimenn til að styðja við útgáfu blaðsins með því að gerast áskrifendur.  Blaðið er væntanlegt úr prentsmiðjunni um miðja næstu viku og þá verður því pakkað og dreift til áskrifenda og í verslanir.

 

Með kveðju,

Sportveiðiblaðið.

 

mEР

Nýtt Sportveiðiblað var að koma úr prentun, stútfullt af skemmtilegu efni. 

Þar má meðal annars finna viðtal við veiðimanninn og fjármálaráðherra þjóðarinnar, Bjarna Benediktsson. Einnig er viðtal við Ingólf Ásgeirsson hjá Störum en talsverðar breytingar eru á veiðifyrirkomulagi í Blöndu fyrir næsta tímabil. Rasmus Ovesen fer með okkur til Slóveníu og kynnir fyrir okkur Marmaraurriðann. Í þessu tölublaði eru einnig veiðistaðalýsingar fyrir Fáskrúð í Dölum og Köldukvísl svo fátt eitt sé nefnt. Fjöldi greina má einnig finna í þessu glæsilega tölublaði. Blaðið ætti að vera komið á flesta sölustaði þegar þetta er skrifað og áskrifendur ættu að fá blaðið í næstu viku. Góða skemmtun kæri lesandi!

Blaðið er eins og fyrr segir að skríða úr prentvélunum og verður blaðinu dreift til áskrifenda og á endusölustaði í næstu viku.  Þetta er tölublað sem allir veiðimenn ættu að eignast! 

 

Útsöluverð er aðeins kr. 1.970.-

 

Áskriftargjald fyrir 3 tölublöð - aðeins krónur 3.400.-  (40% afsláttur og póstburðagjöld innifalin)

Fyrsta tölublað Sportveiðiblaðsins 2018 er að renna út úr prentvélunum. Um er að ræða stórglæsilegt tölublað. Í blaðinu er tímamótaviðtal við Þórarinn Sigþórsson „Tóta tönn“ en hann hefur landað 20.511 löxum! Einnig er viðtal við stórsöngvarann Kristján Jóhannsson og Jón Þór Ólason sem er nýkjörinn formaður SVFR. Við skoðum flugurnar hans Sveins Þórs Arnarsonar og ferðumst milli veiðistaða í Laxá í Dölum. Árni Matthíasson segir okkur frá Tungulæk og Haugurinn segir okkur frá „trendinu“ í laxaflugum fyrir sumarið. Einnig er að finna í blaðinu fjölmargar veiðisögur og greinar þar sem flakkað er frá Elliðavatni til Suður-Ameríku með millilendingu í Finnmörku. Þetta er aðeins brot af því sem við segjum frá í þessu fyrsta tölublaði ársins.

 

Blaðið er eins og fyrr segir að skríða úr prentvélunum og verður blaðinu dreift til áskrifenda og á endusölustaði í næstu viku.  Þetta er tölublað sem allir veiðimenn ættu að eignast! 

 

Útsöluverð er aðeins kr. 1.799.-

 

Áskriftargjald fyrir 3 tölublöð - aðeins krónur 2.999.-

Sportveiðiblaðið er farið í prentun og væntanlegt í næstu viku. Stútfullt blað á 35 ára afmælisári blaðsins!

Það er einfalt og ódýrt að gerast áskrifandi hér á heimasíðu okkar -www.sportveidibladid.is

Meðal efnis í blaðinu er að finna viðtal við stórveiðibræðurnar Aðalstein, Pétur og Þórð Péturssyni og einnig við Reimar Ásgeirsson uppstoppara, Bubba Morthens og Ingvi Hrafn kveður veiðiskapinn. Ýmsar minni greinar og veiðistaðalýsingar á Grímsá, Ytri-Rangá og Skjálfandafljóti.

Blaðið er mun þykkra en venjuleg þannig að lesendur ættu að fá extra mikið fyrir sinn snúð.

Þeir sem eiga hálfa frystikistu af hreindýrahakki geta nýtt uppskrift Bjarka Gunnarssonar af sínum eftirlætis hreindýraborgara.

Nú styttist hratt i að klak toppflugunnar og þá er ekki ónýtt að eiga eitthvað af flugunni Langskegg. Í Fluguhnýtingahorninu má finna þar uppskrift og mynd af upprunalegu útgáfunni frá höfundi, Erni Hjálmarssyni.

Bjarni Júlíusson spáir í komandi laxveiðitímabil og fiskeldisfyrirtæki fá orð frá Oddi Hjaltasyni.

Njótið vel!

Sportveiðiblaðið

 

Samskiptamiðlar