Hafralónsá

Hafralónsá
Hafralónsá er vatnsmikil dragá á norðausturhorni landsins — innst í Þistilfirði í um 700 km fjarlægð frá Reykjavík. Áin er ein af vatnsmestu ám norðausturlands, Veiðin á vatnasvæði Hafralónsár hefur verið mjög sveiflukennd líkt og í öðrum ám á þessu landsvæði. Jafnan hefur áin státað af mestri laxgengd laxveiðiánna í Þistilfirði. Við Hafralónsá er laxgeng um það bil 28 kílómetra með um 55 merkta veiðistaði. Veiðisvæði árinnar er margslungið og tignarlegt. Þar skiptast á gljúfur með miklum hamraveggjum og ágætt veiðihús með sex tveggja manna herbergjum. Í Hafralónsá er að mestu veitt með fjórum dagsstöngum og í neðri hluta árinnar er silungasvæði sem gjarnan gefur vel af bleikju og sjóbirtingi. Sleppiskylda er á laxi fallegar malarbreiður og hefur áin orð á sér fyrir að vera í senn hrikaleg og krefjandi. í ánni og er þar eingöngu veitt á flugu.
Nr. 00
Þessi staður gefur ekki marga laxa yfir sumarið en oft er hægt að lenda í ævintýralegri silungsveiði, þá aðallega sjóbleikju. Veiðið frá horni grasbakkans sem er austan árinnar og niður strenginn. Fiskur tekur oft í miðjum hylnum.
Nr. O
„Ármót“ er í raun fyrsti veiðistaður Hafralónsár og einnig Kverkár. Staðurinn er ármót ánna tveggja og byrjar staðurinn í Hafralónsá rétt ofan við stein sem er í miðju hylsins. Svæðið frá þessum steini og upp að brú telst til Kverkár. Best er að vaða 5-6 metra ofan við steininn og byrja að kasta á spegilinn sem myndast ofan við steininn. Lax liggur umhverfis steininn og í miðjum hyl alveg niður að broti {fer eftir árferði hvar hann er nákvæmlega). Þessi staður breytist mikið í leysingum á vorin.
Nr. 2
Best er að veiða „Eyrarhyl“ frá beygju og niður á brot. Kastið 45? yfir strenginn og hafið hugfast að lax getur legið alveg upp að landi vestanmegin.
Nr. 3
„Breiðan“ er mjög stór veiðistaður og getur verið góður sem hauststaður. Lax getur legið í hylnum sjálfum en líklegra er að hann liggi þar sem hylurinn grynnist.
Nr. 5
„Hornið“. Veitt er frá strengnum og niðurúr. Neðarlega fyrir miðju er stór steinn þar sem lax getur einnig legið.
Nr. 7
„Kelduhylur“ er gamall seiðasleppistaður sem gefur nokkra fiska á hverju sumri, fer mikið eftir vatnsmagni árinnar hversu vel hann gefur. Vaða þarf út 1/3 árinnar og byrja að kasta á girðingastaurinn sem er austan hennar. Lax liggur fyrir neðan og í kringum stein í miðjum hyl en getur einnig legið niður að broti.

Nr. 8
„Víkin“ heldur mikið af laxi og gefur oft flesta laxa á eftir Gústa og Stapa. Þessi staður er manngerður en áður fyrr var veitt alveg að bakkanum sem er nær veiðihúsinu. Gott er að veiða Víkina austan frá og byrja efst í beygjunni og fara ber varlega því að lax liggur nær landi austan megin en marga grunar. Líklegasti tökustaðurinn erí kringum steina neðst í beygjunni áður en spegillinn í hylnum byrjar. Þessi staður gefur einnig nokkuð af silungi á hverju sumri.
Nr. 8,5
„Malli“ lætur ekki mikið yfir sér en gefur nokkra laxa á ári. Þegar keyrt er upp með ánni skal leita að áberandi girðingarstaur á austurbakka og kemur þá lítill strengur í ljós. Best er að byrja að veiða efst í strengnum, alveg niður í gegnum beygjuna og niðurá brot. Líklegur tökustaður er neðarlega í strengnum áður en áin beygir örlítið í vestur.
Nr. 9
„Lúther“ er mjög flottur fluguveiðistaður. Töluvert er þar af grjóti og lax getur legið víða. Byrja skal efst og veiða 45? þar til þú byrjar að finna grynningarr. Veiða skal vel í kringum grjótið.
Nr. 12
„Strengir“ er lítill staður og tilvalinn til að „hitcha“ til að leita að fiski. Hann getur legið uppi við bergið ef mikið vatn er Í ánni en annars neðarlega í strengnum og niður á brot.
Nr. 13
Við „Girðingahyl“ leggur maður bílnum til að fara í efri staðina 14-18. Gangið upp fyrir veiðistaðinn þar sem bakkinn er hár og lax styggist auðveldlega. Laxinn liggur á grynningum austan megin og Í strengnum sem rennur við landið að vestan. Hægt er að sjá lax frá vesturbakkanum á öðrum hvorum legustaðnum en einnig er gott að veiða þennan stað frá austurbakka. Þá er vaðið yfir á grynningu fyrir ofan.
Nr. 14
Í „Bakkahyl“ er um 5 mínútna ganga frá vegi. Best er að veiða staði 13-18 með því að leggja við 13 og ganga upp með ánni eða láta keyra sig að skiltum 16, 17 og 18 eða veiða niður með ánni frá sama stað. Í miðju hyls 14 er stór steinn sem lax liggur við, það getur orðið straumþungt í þessum hyl og því er gott að veiða með túbu en lax tekur einnig flugu ef hann er í tökustuði. Veiðið hylinn fet fyrir fet frá broti og niður.
Nr. 15
„Tungárhylur“ er með flottari hyljum Hafralónsár. Hann byrjar í miklu dýpi og straumi en endar með stórri breiðu þar sem lax liggur. Best er að veiða frá upphafi spegilsins austan megin en hann getur einnig legið nær landi að vestan. Sökum lítils rennslis er gott að kasta alveg yfir og „strippa“ hylinn niður að broti. Tveir stórir steinar eru í hylnum með um 15 metra millibili. Gott er að nota þá sem viðmið og veiða frá þeim efri að þeim neðri.
Nr. 16
„Flúðahylur“ er frekar stuttur og ef mikið er í ánni getur lax legið austan megin í straumnum og að landi þeim megin. Oftast liggur þó lax neðarlega í rennu sem liggur hjá stórum steini sem stendur upp úr að vestanverðu.
Nr. 17
Mjög gott er að skima „Djúpið“ og getur lax legið víða. Tvær rennur eru í hylnum og getur lax legið í hvorri þeirra en einnig fyrir framan rennuír dnjúapirnu. Lítil vík myndast við bergið vestan megin og liggur þar oft lax og meðfram berginu. Farið mjög varlega niður að hylnum og gangið jafnvel frá hyl 16 og upp eftir til að styggja ekki laxinn. Hér er gott að nota hratt sökkvandi línu og keiluhaus eða túbu til að ná agninu niður að fiskinum.
Nr. 18
„Trölli“ er mjög langur veiðistaður og getur lax legið víða. Best er að skyma hylinn. Oft liggur lax út af „neðri“ klettinum en ef lax liggur mjög erfiðlega í hylnum getur orðið erfitt að ná til hans. Farið er ofan í gilið, vel fyrir neðan skilti 18 og gangið svo upp gilið.
Nr. 19
Við „Sigmar“ er kaðall og gott að fara niður hann frekar en við Þrælinn (nr. 21). Erfitt er að sjá lax í Sigmari en stórgrýti er að vestanverðu í hylnum. Út frá steinunum kemur lygna þar sem lax getur legið og alveg niður að broti.
Nr. 21
Að margra mati er „Þrællinn“ einn skemmtilegasti hylur árinnar. Margir laxar koma á land í Þrælnum og oft á tíðum liggur þar mikið af laxi. Stór steinn er ofarlega fyrir miðju og framan við hann og við landið austan megin liggur oft lax. Annar tökustaður er fyrir framan minni stein vestarlega fyrir miðju hylsins. Til hliðar er renna og þar getur lax einnig legið. Fer það eftir vatnsmagni hvar lax liggur en hann sést ofast strax þegar staðið er uppi og horft ofan í glúfrið. Best er að kasta fyrst á laxa sem liggja við stóra steininn efst í hylnum en reyna næst við laxa sem liggja við neðri steininn og Í rennunni. Oft hafa menn nánast stigið á lax á vesturbakkanum þar sem hann getur einnig legið.

Nr. 22
„Stapi“ er einn gjöfulasti veiðistaður Hafralónsár en þar bíður laxinn þess að ganga upp fjallið. Því safnast lax í Stapa og Gústa fram að 10. júlí eða þar um bil þegar hann tekur stefnuna upp á efstu svæðin. Lax liggur um allan hyl. Renna er austan megin í hylnum og þar liggur hann oft en erfitt er að ná til hans. Stór steinn er í djúpinu í miðjum hyl og þaðan liggur renna alveg niður að broti. Mikið af laxi safnast saman í þessari rennu og einnig við landið að vestanverðu.
Nr. 23
„Gústi“ er annar staður sem gefur marga laxa af sömu ástæðu og Stapi. Gústi er mjög lítill staður en mikið magn af laxi er þar oft á tíðum og gengur á milli staðanna tveggja þegar á honum er lamið. Lax liggur oftast fyrir framan steinana í miðjum hyl en einnig við vikina sem er austan megin. Strembið getur verið að landa laxi í Gústa en bestu staðirnir eru rétt ofan við brotið. Oft skapast hætta á að laxinn taki stefnuna niður úr hylnum. Hinn valkosturinn við veiðarnar er í viki sem er fyrir framan stóra blettinn er skagar út í Gústa. Þaðan er gott að kasta til að minni hætta sé á að styggja laxinn.
Nr. 28
„Ari“ er oft kallaður Gillette af erlendum veiðimönnum. Byrjið að veiða efst í strengnum og veitt alveg niður að steininum sem stendur upp úr neðst á brotinu. Helsti tökustaðurinn er vestan við miðjan hyl.
Nr. 29
„Glotti“ er stór hylur en lax tekur þar helst þegar grynnka tekur og niður að broti. Vænlegur tökustaður er neðarlega í strengnum við vesturbakkann.
Nr. 30
„Hrotti“ er svipaður Glotta. Lax liggur helst neðarlega þegar grynnka fer og niður að broti. Veiðið alveg niðurá brot og þétt að vesturbakkanum, þar sem lax getur legið mjög neðarlega og nánast uppi í harðalandi.
Nr. 32
„Skíðahylur“ er töluvert langur hylur með langri rennu sem liggur frá efsta hluta hans og niður að spegli. Í þessari rennu er mikið af grjóti þar sem lax getur legið en meiri líkur eru á að hann sé þar sem hylurinn breiðir úr sér og niður að broti.
Nr. 33
Lax getur legið töluvert ofarlega í „Eyrarhyl. Sé veitt að austan er best að kasta alveg yfir á vesturbakka þar sem hann getur legið Í grynningum vestan megin, einnig er góður tökustaður úti Í miðjum streng. Ekki er síðra að veiða þennan stað frá vesturbakkanum en þá þarf að fara varlega þar til búið er að kemba mjög vel grynningar vestan megin.
Nr. 34
„Bæjarneshylur“ er langur hylur sem var á árum áður mjög gjöfull staður en hefur gefið minna hin síðustu ár. Lax liggur iðulega neðarlega í hylnum og niður á brot. Best er að byrja efst og veiða niður að miðjum hyl, vaða þá út 1/3 og kasta alveg yfir og veiða niður að brotinu. Laxakista er efst í Bæjarneshyl til að setja klakfisk í.
Nr. 35
„Stekkjarhvammshylur“ er neðan við efra veiðihús sem nefnist Stekkjarhvammur. Gott ráð er að gista Í stekkjahvammi til að veiða „fjallið“ að morgni. Gott er að vaða yfir ána neðan við hylinn og veiða hann frá vesturbakka, byrja efst og veiða niður að broti. Líklegasti legustaður er þar sem grynningarnar byrja.
Nr. 36
„Ármótahyl“ er hægt að veiða hvorum megin sem er. Líklegt er að lax liggi á tveimur stöðum. Annars vegar getur hann legið ofarlega við landið að vestanverðu og því er best að byrja alveg efst og kasta yfir (sé veitt austan megin frá). Einnig getur lax legið í strengnum alveg niður á brot.
Nr. 38
„Laxahyl“ er best að veiða með vesturlandinu og getur lax legið á grynningunum. Því þarf að passa sérstaklega að styggja hann ekki. Með vesturlandinu er renna og stór steinn þar sem lax getur legið en fer það eftir vatnsmagni í ánni.

Nr. 39
„Klapparhylur“. Hér þarf að kasta fram í hylinn frá vesturbakka og niður í rennuna.
Nr. 40
„Buna“ gefur fáa laxa. Best er að kasta annaðhvort af háa bakkanum að austan og niður Í rennuna eða með því að standa vestan megin á malareyrinni.
Nr. 43
Þessi hylur er mjög stuttur með krappri beygju. Hér fyrir ofan er bílnum lagt ef beygt er af veginum upp í foss. Lax getur legið í strengnum eða þá við steininn og landið austan megin.
Nr. 47
Hér getur lax legið víða, alveg upp við landið austan megin og út í miðjan hyl og alveg niður á brot. Varist að ganga á brúninni ef gengið er upp með ánni. Byrjið efst í strengnum og veiðið með því að kasta 45 gráður yfir strenginn allan. Hér virkar Portlandsbragðið vel.
Nr. 48
Þetta er flottur staður en gefur þó ekki mjög marga fiska á ári. Renna er efst og best er að byrja að veiða þaðan og alveg niður á brot. Stundum liggur lax við grynningar vestan megin og því mikilvægt að kasta alveg yfir hylinn.
Nr. 49
Við „Hvappshólshyl“ er klettur sem stendur á austurbakkanum. Hægt er að fara alveg niður á nef hans en það er mjög varasamt þar sem lax styggist mjög auðveldlega. Best er að veiða þennan hyl af vesturbakka og byrja á móts við klettinn en lax liggur oftast austast í strengnum sem liggur nánast niður á brot. Lax sést mjög auðveldlega sé hann í þessum hyl.
Nr. 50
„Bláhylur“. Hér sést lax strax ef hann er undir og þá í straumnum efst eða ofarlega í hylnum. Einnig getur lax legið víða í hylnum og alveg niður á brot.
Nr. 53
„Efri-Ármót“. Hér rennur Hávarðsdalsá í Hafralónsá. Lax getur legið aðallega á tveimur stöðum, efst í frussinu og í djúpinu eða þá alveg niður á broti. Í réttu birtustig sér maður ef lax liggur á brotinu. Þetta er mikill hrygningarstaður.
Nr. 55
„Laxfoss“ er efsti veiðistaður Hafralónsár, reyndar kemur staðbundinn urriði fyrir ofan foss úr vatninu. Lax liggur neðarlega í hylnum og gjarnan við stóran stein sem er að vestanverðu í hylnum. Best er að standa á sillunni sem er efst í hylnum og veiða af henni.


%20(1).jpg)
